Ástríða í eldhúsinu

Við lögðum upp með það að gera íslenskan stað. Íslenskur í hönnun og íslenskur í mat. Hráefnið sem við notuðum til að gera staðinn að innan er íslenskt. Hlýraroð sem er búið að gera að leðri, stuðlaberg, trönur og mosi, al íslenskt. Með matinn þá var pælingin að hafa allt grunnhráefnið íslenskt en ef okkur langar að nota eitthvað meðlæti sem er ekki íslenskt en okkur finnst rosa gott þá sleppur það í gegn hjá okkur. En í grunninn þá er allt aðal hráefnið íslenskt.

Bóka Borð

Kvöldseðill

Við mælum með smakkseðlinum sem kokkarnir okkar hafa sett saman úr því besta sem Grillmarkaðurinn hefur upp á að bjóða. Í stað þess að afgreiða diskana hvern fyrir sig þá útfærum við réttina fyrir allt borðið að deila, og koma þeir hver á fætur öðrum í gegnum máltíðina, einnig er hægt að fá grænmetis smakkseðil.

Kvöldseðill

Hópseðill

Kokkarnr okkar hafa sett saman þessa matseðla fyrir hópa sem koma til okkar á Grillmarkaðinn. Við mælum sérstaklega með smakkseðlinum enda inniheldur hann brot af því besta sem við bjóðum upp á. Fyrir hópa með fleiri en 10 manns mælumst við til að velja hópaseðil.

Hópseðill

Íslenska lambið

Við höfum lagt mikla vinnu í samstarf okkar við bændur landsins og endurspeglast það í matseðlinum. Flest aðalhráefnið er keypt beint frá bónda. Þeir segja okkur hvaða afurðir eru bestar, við meðhöndlum og eldum þær á okkar hátt og þið fáið að njóta samstarfsins. Við framreiðsluna leitumst við eftir að ná fram enn ríkari tilfinningu fyrir uppsprettu hráefnisins og notum til þess eld, reyk, við og kol. Úr verður óvænt matargerð þar sem íslensk hefð og nútíminn mætast.

Sigurvegari á Travelers’ Choice Awards!

Þökk sé ykkar góðu umsögnum og áframhaldandi stuðningi undanfarin 12 mánuði höfum við náð toppsætinu! Við hefðum ekki getað gert þetta án ykkar—takk fyrir að vera hluti af ferðalagi okkar!

Opnunartími & staðsetning

Opnunartímar

Sunnudag til fimmtudags frá 17:30 - síðasta borðabókun er kl 21:30

Föstudag til laugardags frá 17:30 - síðasta borðabókun er kl 22:00

Staðsetning okkar er:

Lækjargata 2A, 101 Reykjavík