HÓPMATSEÐLAR

Kokkarnir okkar hafa sett saman matseðla fyrir hópa sem koma til okkar á Grillmarkaðinn. Við mælum sérstaklega með smakkseðlinum enda inniheldur hann brot af því besta sem við bjóðum upp á. Fyrir hópa með fleiri en 10 manns mælumst við til að velja annan hvorn hópaseðilinn okkar.

SVEITAFERÐ

FORRÉTTUR

Sveitaferðin sem kokkarnir okkar hafa sett saman inniheldur þrjá af okkar vinsælustu forréttum sem koma saman fyrir allt borðið til þess að deila.

AÐALRÉTTUR

200 gr. Nautalund borin fram á viðarplatta með Grillmarkaðs frönskum, léttsteiktu grænmeti og sveppagljáa

EFTIRRÉTTUR

Dumle súkkulaði fondant, karamella og vanillu ís

- 13.450.- kr á mann

*Við bjóðum einnig upp á grænmetisútgáfu.

SMAKKSEÐILL

Okkar sívinsæli smakkseðill er það sem við á Grillmarkaðnum mælum helst með. Hópurinn deilir með sér úrvali af ólíkum réttum af matseðli þar sem sköpunargleðin er í hávegum höfð. Þessi seðill hentar einkar vel fyrir hópa, jafnt stóra sem smáa.

Ef þig vantar nánari upplýsingar um innihald smakkseðilsins er best að hafa samband fyrir komu, því smakkseðillinn breytist eftir árstíðum.

- 14. 990.- kr á mann

*Við bjóðum einnig uppá grænmetis smakkseðil.