Á döfinni - Tilboð á Grillmarkaðinum

Hádegismatur

Við erum opin í hádeginu frá 11:30 til 14:00 alla virka daga til 23.desember.

Skötuhlaðborð á Grillmarkaðnum á Þorláksmessu

Í fyrsta skipti – Skötuhlaðborð á Grillmarkaðnum á Þorláksmessu (hádegisverður)

Tvær tegundir af skötu
Kæst skata, Tindabykkja, Saltfiskur

Meðlæti
Kartöflur, rófur og gulrætur, rúgbrauð og smjör

Sósur
Brætt smjör, hamsatolg, hnoðmör

Verð: 6.890 kr.

23. Desember

Desembertilboð

JÓLAMATSEÐILL Á GRILLMARKAÐNUM

Njóttu hátíðlegra jólamatseðla með sérstökum desembertilboðum — fullkomið tækifæri til að bjóða fjölskyldu, vinum eða samstarfsfólki út að borða.

Jólamatseðill í hádeginu – 4 réttir
• Aðeins 8.900 kr. á mann.
• Borið fram 11:30–14:00 alla virka daga (frá 5. desember.)
• Hangikjötstartar, gæsa- og kjúklingalifur „Mandarin Surprise“, Wellington nautalund & súkkulaði snjóboltaterta
Hátíðlegur hádegisseðill á óviðjafnanlegu verði.

Jólamatseðill á kvöldin – 5 réttir
• Tilboðsverð sunnudag–miðvikudag: 12.900 kr. á mann.
• Fimmtudag–laugardag: 15.900 kr. á mann.
• Hangikjötstartar, hörpuskel, gæsa- og kjúklingalifur „Mandarin Surprise“, Wellington nautalund & súkkulaði snjóboltaterta

Heil og glæsileg jólamatseðils upplifun — nú á sérstöku tilboðsverði valda daga.

Tímabundið desembertilboð — Komdu og njóttu sannrar hátíðarveislu í hjarta Reykjavíkur.

Grillmarkaðurinn – Bókaðu borð í dag!

Afmælisveislan á Grillmarkaðnum!

Átt þú eða einhver sem þú þekkir afmæli?

Við á Grillmarkaðnum leitumst eftir að gera afmælisdaginn eins eftirminnilegan og hægt er fyrir þig og þína!

Við bjóðum afmælisgestum uppá freyðivín í fordrykk, við gefum þeim sem á afmæli sérstakan afmælisdesert eða bjóðum öllu borðinu að fara í okkar margrómaða eftirrétta platta með 50% afslætti.

Í lok kvöld fær afmælisbarnið smá glaðning frá Grillmarkaðnum að gjöf.

Haltu upp á sjálfan þig og þitt fólk hjá okkur !