Á döfinni - Tilboð á Grillmarkaðinum

Bottega del Vino og Zenato pop up dagar á Grillmarkaðnum
Dagana 25., 26. og 27. september fagnar Grillmarkaðurinn því að taka á móti Bottega del Vino frá Verona í sérstakt þriggja daga pop-up.
Stofnað á 15. öldinni, Bottega del Vino er einn sögufrægasti veitingastaður Ítalíu, þekktur fyrir hefðbundna matargerð og stórkostlegan vínkjallara.
Í eldhúsinu verður gestakokkurinn Giulio Debeni, ungur og hæfileikaríkur yfirkokkur Bottega del Vino. Giulio byggir á djúpum rótum í ítalskri hefð en bætir við fersku og skapandi sjónarhorni sem hann hefur mótað í Verona. Fyrir þetta tilefni hefur hann útbúið fimm rétta matseðil sem sýnir hans nálgun á ítalska matargerð í dag.
Til að toppa upplifunina mun Chiara frá Zenato víngerðinni leiða gesti í gegnum vínpörun úr völdu úrvali frá Zenato. Zenato, sem var stofnað árið 1960 við strendur Garda vatns, er ein virtasta fjölskylduvíngerð Veneto-héraðsins, sérstaklega þekkt fyrir Amarone della Valpolicella og fáguð Lugana hvítvín. Vínin þeirra endurspegla hefðir og menningu svæðisins og passa fullkomlega við þennan matseðil.
_______________________________
Fimm rétta matseðill 14.490 kr.
Antipasti
Sætt og súrt ítalskt kjúklingasalat með kapers og furuhnetum
Primi I
Gnocchi með gorgonzola
Primi II
Amarone risotto með nautakinnum
Secondi
Fiorentina steik með kartöflum og blönduðu grænmeti
Dolci
Tiramisu della Bottega Vini
________________________________
🍷✨ Þetta er einstakt tækifæri til að upplifa bragð Verona — fært til Reykjavíkur af þeim sem þekkja það best. Takmarkað sætaframboð, bókið í tíma til að tryggja ykkur sæti á þessum ógleymanlega viðburði.

September tilboð á Grillmarkaðnum
Komdu og njóttu þriggja rétta seðils, aðeins í boði í september.
Forréttur
✨ Tígrísrækju tempura
Kimchi, sítróna og yuzu dressing
Aðalréttur
🥩 220 g nautalund
Borinn fram á viðarplatta með hvítlaukskartöflum, léttsteiktu grænmeti og sveppagljáa
Eftirréttur
🍫 GM súkkulaði
með mascarpone og kaffiís, heit karamellusósa hellt yfir
Verð: 9.900 kr. á mann
Hvenær: Sunnudaga – miðvikudaga allan september
Hámark: 8 gestir í hverri bókun

DUBAI Chocolate - Nýr eftirréttur á Grillmarkaðnum
Við kynnum með stolti nýjan og girnilegan eftirrétt á Grillmarkaðnum – Dubai Chocolate. Þetta er einstaklega ljúffeng lítil súkkulaðikaka með klassískri Dubai chocolate fyllingu, sem rennur mjúklega út þegar hún er skorin.
Eftirrétturinn er borinn fram heitur og paraður með stökkri pistasíu mylsnu og dásamlega ferskum pistastíu ís, sem saman skapa ómótstæðilega bragðupplifun.

Afmælisveislan á Grillmarkaðnum!
Átt þú eða einhver sem þú þekkir afmæli?
Við á Grillmarkaðnum leitumst eftir að gera afmælisdaginn eins eftirminnilegan og hægt er fyrir þig og þína!
Við bjóðum afmælisgestum uppá freyðivín í fordrykk, við gefum þeim sem á afmæli sérstakan afmælisdesert eða bjóðum öllu borðinu að fara í okkar margrómaða eftirrétta platta með 50% afslætti.
Í lok kvöld fær afmælisbarnið smá glaðning frá Grillmarkaðnum að gjöf.
Haltu upp á sjálfan þig og þitt fólk hjá okkur !